Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 13:32 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir ásókn í viðtalstíma hafa aukist mjög. Vísir/Einar Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. „Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“ Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“
Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira