Endurtekin umræða um hleranir Ögmundur Jónasson skrifar 30. september 2014 00:00 Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun