

Vanhæfir stjórnendur fá liðstyrk
Eineltisforstjórar
En það var ekki alltaf að forstöðumenn vildu láta leiðrétta misskilning. Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingarnir sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar. Sumir eru svo smáir í sér að þeir þora ekki að ræða hreinskilnislega við starfsmann sem þeir vilja losna við. Þeir horfa öfundaraugum til fyrirtækja á markaði sem geta rekið starfsfólk og látið það snáfa samstundis burt. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmaður kunni að hafa verið hafður fyrir rangri sök. Eineltisforstjóri vill geta rekið einstakling sem er honum ekki að skapi, stendur uppi í hárinu á honum eða er honum andlegur ofjarl á vinnustaðnum. Nokkrum dæmum hef ég kynnst af brottrekstri einstaklinga sem forstjórar vildu losna við því þeir voru þeim ekki undirgefnir eða stóðu þeim framar og forstjórinn ekki maður til að taka því.
Vilja geta rekið fólk
Þessir vanhæfu forstjórar eru nú heldur betur komnir með liðstyrk. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, voru mætt á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að kalla eftir auknum heimildum til að reka fólk – skýringalaust. Guðlaugur Þór lýsti því yfir að kæmi ríkisstjórnin ekki fram með frumvarp þessa efnis, þá gerði hann það sjálfur. Fram kom í frásögn Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór vilji að jafn auðvelt verði að reka fólk hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Þar hélt ég nú einmitt að væri pottur brotinn og ástæða til að styrkja réttarstöðu launafólks á almennum markaði fremur en leita fyrirmyndar þar sem réttarstaðan er lökust.
Um biðlaun
Nú er það svo, hvað sem líður þessum fullyrðingum, að auðvelt er að fækka ríkisstarfsmönnum, segja upp fólki ef fyrir því eru málefnalegar ástæður eða leggja niður störf, fá eða mörg, ef aðstæður krefjast. Þetta hafa forsvarsmenn BSRB og BHM rækilega tíundað í tengslum við þessa umræðu. Að þessu leyti er kerfið mjög sveigjanlegt.
Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa hvernig réttarstaða starfsfólks hjá hinu opinbera hefur í tímans rás verið rýrð við slíkar aðstæður. Samkvæmt starfsmannalögum sem giltu fram á árið 1996 skyldi greiða einstaklingi svokölluð biðlaun þegar staða var lögð niður – sex mánaða eða tólf mánaða laun eftir starfsaldri viðkomandi – en frá og með miðju ári 1996 var þessi réttur afnuminn gagnvart öllum nýráðnum starfsmönnum nema embættismönnum sem samkvæmt þessum sömu lögum skyldu aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Þeir skulu fá biðlaun við uppsögn verði þeim sagt upp innan fimm ára ráðningartímans. Verð ég ekki var við að mönnum finnist það ósanngjarnt og hefði ég viljað víkka þessa reglu út að nýju. Hef ég íhugað að flytja um það lagafrumvarp.
Svo eru náttúrlega starfslokalaun þeirra sem eru af allt öðrum heimi, forstjórar gullmulningsvélanna. Þegar þeir víkja – eða er vikið úr starfi – þá er það nær undantekningalaust með úttroðna vasa af peningum. Ekki bið ég um þeirra réttlæti!
Aðalatriði verða aukaatriði
Þannig að Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem telja helstu vá Íslands vera starfsmannafjöldann á sjúkrahúsum, í skólum og löggæslunni, og hve torvelt það sé að reka fólkið sem þar starfar, geta huggað sig við að starfsmenn almannaþjónustunnar eru harla varnarlitlir þegar til kastanna kemur.
Störfum á Landspítalanum var fækkað um 500 í kjölfar hrunsins! Það var vegna samdráttar og niðurskurðar en einnig margvíslegra tilfæringa. Enginn deilir lengur um að of hart var þar gengið fram enda bitnaði þetta á þjónustu og aðhlynningu við þurfandi fólk. Auk þess sem þetta skapaði of mikið álag á annað starfsfólk. Hið sama átti víðar við í almannaþjónustunni. Það virðist hins vegar aukaatriði hjá formanni og varaformanni fjárveitinganefndar Alþingis.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar