Fallturn og festival í Vatnsmýrinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. september 2014 16:00 Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. Mynd/Einkasafn „Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira