Fallturn og festival í Vatnsmýrinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. september 2014 16:00 Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. Mynd/Einkasafn „Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira