Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 09:30 Arnar Már Björgvinsson með boltann í fyrri leiknum gegn Inter. vísir/Andri Marinó Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30