Hafa ekki sungið saman í hartnær fjörutíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:30 Systurnar Janis Carol og Linda Walker syngja á Litlu jazzhátíðinni í Hafnarfirði á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis. Ísland Got Talent Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
„Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis.
Ísland Got Talent Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira