Gerðu árás á bílalest Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2014 23:19 Bílalest með hjálpargögn. Úkraínumenn fengu að leita í rússneskri bílalest með hjálpargögn. Vísir/AFP Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“ Úkraína Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“
Úkraína Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira