Vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 06:30 Aníta, hér til hægri í hlaupinu í gær. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira