Ekkert sem kemur á óvart Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:56 Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar