Fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar Baldvin Þormóðsson skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Félagarnir Mark og Chris vilja koma íslenskum tónlistarmönnum saman að spjalla um senuna. „Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira