Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 09:00 Fornleifafræðingarnir segja að hætta sé á að minjavarsla fari marga áratugi aftur í tímann. Mynd/Aðsend Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00