Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 06:00 Axel Kicillof, efnahagsmálaráðherra Argentínu, að loknum fundahöldum í New York á miðvikudag. Vísir/AP Bandaríski auðkýfingurinn Paul Singer hefur sagt að ekkert geti verið rangt við það að krefjast þess að menn standi við gerða samninga. Hann er eigandi vogunarsjóðsins Elliott Management, sem í heilan áratug hefur reynt að þvinga Argentínu til þess að greiða að fullu skuld, sem ljóst má vera að Argentína ræður alls ekki við að greiða. Ríkissjóður Argentínu fór í greiðsluþrot árið 2001 en hefur síðan 2005 reynt að ná samningum við lánardrottna sína um stórfellda eftirgjöf á skuldasúpunni. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur fallist á að Argentína þurfi aðeins að greiða um þrjátíu prósent af skuldunum. Elliott Management og nokkrir aðrir vogunarsjóðir, sem höfðu keypt hluta af skuldabréfunum á broti af upphaflegu virði þeirra í von um að græða vel á kaupunum, hafa hins vegar farið í hart fyrir bandarískum dómstólum og krafist þess að fá hundrað prósent greiðslur. Málaferlunum lauk í vor með sigri „hrægammasjóðanna“, eins og Argentínumenn kalla þá. Var Argentínu jafnframt bannað að greiða öðrum lánardrottnum, sem fallist höfðu á 70 prósenta eftirgjöf, fyrr en samningar væru einnig í höfn við Elliot Management og aðra sem neitað hafa að fallast á eftirgjöf. Nú á miðvikudaginn rann svo upp gjalddagi á háum afborgunum af þeim skuldum, sem búið var að semja um. Reynt var til þrautar að ná samningum við Elliott Management áður en dagurinn var úti, en að kvöldi miðvikudags var ljóst orðið að ríkissjóður Argentínu hafði í annað sinn á þrettán árum komist í greiðsluþrot. Vandi Argentínu var ekki síst sá, að í samningum um eftirgjöf voru ákvæði um að nái aðrir lánardrottnar betri samningum við Argentínu falli fyrri samningar úr gildi. Þar með hefðu heildarskuldirnar á einu bretti orðið það háar að ekkert yrði við ráðið. Skuldirnar, sem vogunarsjóðirnir telja sig eiga kröfu til, nema með vöxtum um 1,5 milljarði Bandaríkjadala, en heildarskuldir vegna gjaldþrotsins 2001 gætu skipt hundruðum milljarða dala fari allir lánardrottnarnir að gera ítrustu kröfur. „Við ætlum ekki að undirrita samkomulag sem stofnar framtíð allra Argentínumanna í voða,“ sagði Axel Kicillof, efnahagsmálaráðherra Argentínu, að loknum árangurslausum samningaviðræðum við Elliott Management og aðra lánardrottna í New York á miðvikudaginn. Hann reynir þó að hvetja landa sína til þess að láta tíðindin ekki koma sér úr jafnvægi: „Argentínumenn geta haldið ró sinni því á morgun kemur bara einn dagurinn enn og jörðin heldur áfram að snúast.“Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.Hættulegt að missa tökinÞorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segist telja það frekar ólíklegt að Íslendingar lendi í greiðsluþroti eins og Argentína. Ekki sé þó hægt að útiloka það alveg, „og það stafar af því annars vegar að samskipti við erlenda kröfuhafa eru vandasöm og geta leitt til málaferla af því tagi sem Argentína tapaði fyrir bandarískum dómstóli um daginn. Hin ástæðan er sú að þjóðarbúið hér heima getur ekki með góðu móti að svo stöddu aflað þess gjaldeyris sem þarf til að standa í skilum gagnvart erlendum viðskiptamönnum íslands fram í tímann.“ Þorvaldur segir að þarna hangi fleira en eitt á spýtunni: „Í fyrsta lagi hefur genginu verið leyft að hækka upp á síðkastið og það hefur veikt viðskiptajöfnuð og skuldastöðuna. Og það er eiginlega óskiljanleg hagfræðivilla í Seðlabankanum frá mínum bæjardyrum séð.“ Á hinn bóginn segir Þorvaldur engan veginn hægt að treysta því að uppgangur í ferðaþjónustunni geti haldið áfram eins og verið hefur: „Þar kemur annars vegar til aukinn áhugi manna og umhyggja fyrir umhverfinu. Margt bendir til þess að menn hafi farið óvarlega við uppbyggingu ferðaiðnaðar á kostnað umhverfis. Hins vegar virðast sumir sem bjóða ferðaþjónustu hafa komið svolítið óvarlega fram gagnvart viðskipavinum sínum, og það er ekki víst að slíkir ferðamenn kæri sig um að koma hingað aftur upp á sömu býti. Hvað Argentínu varðar segir Þorvaldur að stjórnvöld þar hafi ekki annan kost en að reyna einhvern veginn að ná samningum við kröfuhafana: „Það er hins vegar erfitt vegna þessa dóms sem féll í Bandaríkjunum, og hann gekk út á það að þeir sem neita að taka á sig klippingu eins og kallað er, sætta sig við að fá kannski 30 prósent til baka af því sem þeir telja sig eiga inni, þeir virðast hafa lagalegan rétt til þess að sætta sig ekki við slíkt. Og það er ný staða sem er komin upp fyrir þennan úrskurð fyrir bandarískum dómstóli.“ Þorvaldur segir þennan úrskurð að vísu mjög umdeildan, „en það deilir víst engin við dómarann í máli sem þessu. Og þetta sýnir bara hversu hættulegt það getur verið að missa tökin þannig að menn eigi það undir erlendum dómara hvernig fer með svona viðkvæma samninga. Af því má svo ráða hversu óhyggileg mér finnst afstaða ríkisstjóranrinnar hafa verið síðastliðið ár, þar sem menn steyta hnefann framan í kröfuhafana og tala út og suður um gjaldeyrishöftin og bara út og suður um alla hluti. Og það á sama tíma og stundataflan stendur. Það er stórt Landsbankabréf sem fellur í gjalddaga 2016 og það er tímasetning sem ekki verður hnikað úr því ákveðið var að ganga ekki að samningnum sem boðið var upp á fyrir nokkrum mánuðum. Ég fæ ekki séð að það sé nokkur heilsteypt hugsun í gangi í stjórnsýslunni hvorki í ráðuneytinu né í seðlabankanum. En það er bara Ísland, það rekur allt á reiðanum.“ Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Paul Singer hefur sagt að ekkert geti verið rangt við það að krefjast þess að menn standi við gerða samninga. Hann er eigandi vogunarsjóðsins Elliott Management, sem í heilan áratug hefur reynt að þvinga Argentínu til þess að greiða að fullu skuld, sem ljóst má vera að Argentína ræður alls ekki við að greiða. Ríkissjóður Argentínu fór í greiðsluþrot árið 2001 en hefur síðan 2005 reynt að ná samningum við lánardrottna sína um stórfellda eftirgjöf á skuldasúpunni. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur fallist á að Argentína þurfi aðeins að greiða um þrjátíu prósent af skuldunum. Elliott Management og nokkrir aðrir vogunarsjóðir, sem höfðu keypt hluta af skuldabréfunum á broti af upphaflegu virði þeirra í von um að græða vel á kaupunum, hafa hins vegar farið í hart fyrir bandarískum dómstólum og krafist þess að fá hundrað prósent greiðslur. Málaferlunum lauk í vor með sigri „hrægammasjóðanna“, eins og Argentínumenn kalla þá. Var Argentínu jafnframt bannað að greiða öðrum lánardrottnum, sem fallist höfðu á 70 prósenta eftirgjöf, fyrr en samningar væru einnig í höfn við Elliot Management og aðra sem neitað hafa að fallast á eftirgjöf. Nú á miðvikudaginn rann svo upp gjalddagi á háum afborgunum af þeim skuldum, sem búið var að semja um. Reynt var til þrautar að ná samningum við Elliott Management áður en dagurinn var úti, en að kvöldi miðvikudags var ljóst orðið að ríkissjóður Argentínu hafði í annað sinn á þrettán árum komist í greiðsluþrot. Vandi Argentínu var ekki síst sá, að í samningum um eftirgjöf voru ákvæði um að nái aðrir lánardrottnar betri samningum við Argentínu falli fyrri samningar úr gildi. Þar með hefðu heildarskuldirnar á einu bretti orðið það háar að ekkert yrði við ráðið. Skuldirnar, sem vogunarsjóðirnir telja sig eiga kröfu til, nema með vöxtum um 1,5 milljarði Bandaríkjadala, en heildarskuldir vegna gjaldþrotsins 2001 gætu skipt hundruðum milljarða dala fari allir lánardrottnarnir að gera ítrustu kröfur. „Við ætlum ekki að undirrita samkomulag sem stofnar framtíð allra Argentínumanna í voða,“ sagði Axel Kicillof, efnahagsmálaráðherra Argentínu, að loknum árangurslausum samningaviðræðum við Elliott Management og aðra lánardrottna í New York á miðvikudaginn. Hann reynir þó að hvetja landa sína til þess að láta tíðindin ekki koma sér úr jafnvægi: „Argentínumenn geta haldið ró sinni því á morgun kemur bara einn dagurinn enn og jörðin heldur áfram að snúast.“Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.Hættulegt að missa tökinÞorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segist telja það frekar ólíklegt að Íslendingar lendi í greiðsluþroti eins og Argentína. Ekki sé þó hægt að útiloka það alveg, „og það stafar af því annars vegar að samskipti við erlenda kröfuhafa eru vandasöm og geta leitt til málaferla af því tagi sem Argentína tapaði fyrir bandarískum dómstóli um daginn. Hin ástæðan er sú að þjóðarbúið hér heima getur ekki með góðu móti að svo stöddu aflað þess gjaldeyris sem þarf til að standa í skilum gagnvart erlendum viðskiptamönnum íslands fram í tímann.“ Þorvaldur segir að þarna hangi fleira en eitt á spýtunni: „Í fyrsta lagi hefur genginu verið leyft að hækka upp á síðkastið og það hefur veikt viðskiptajöfnuð og skuldastöðuna. Og það er eiginlega óskiljanleg hagfræðivilla í Seðlabankanum frá mínum bæjardyrum séð.“ Á hinn bóginn segir Þorvaldur engan veginn hægt að treysta því að uppgangur í ferðaþjónustunni geti haldið áfram eins og verið hefur: „Þar kemur annars vegar til aukinn áhugi manna og umhyggja fyrir umhverfinu. Margt bendir til þess að menn hafi farið óvarlega við uppbyggingu ferðaiðnaðar á kostnað umhverfis. Hins vegar virðast sumir sem bjóða ferðaþjónustu hafa komið svolítið óvarlega fram gagnvart viðskipavinum sínum, og það er ekki víst að slíkir ferðamenn kæri sig um að koma hingað aftur upp á sömu býti. Hvað Argentínu varðar segir Þorvaldur að stjórnvöld þar hafi ekki annan kost en að reyna einhvern veginn að ná samningum við kröfuhafana: „Það er hins vegar erfitt vegna þessa dóms sem féll í Bandaríkjunum, og hann gekk út á það að þeir sem neita að taka á sig klippingu eins og kallað er, sætta sig við að fá kannski 30 prósent til baka af því sem þeir telja sig eiga inni, þeir virðast hafa lagalegan rétt til þess að sætta sig ekki við slíkt. Og það er ný staða sem er komin upp fyrir þennan úrskurð fyrir bandarískum dómstóli.“ Þorvaldur segir þennan úrskurð að vísu mjög umdeildan, „en það deilir víst engin við dómarann í máli sem þessu. Og þetta sýnir bara hversu hættulegt það getur verið að missa tökin þannig að menn eigi það undir erlendum dómara hvernig fer með svona viðkvæma samninga. Af því má svo ráða hversu óhyggileg mér finnst afstaða ríkisstjóranrinnar hafa verið síðastliðið ár, þar sem menn steyta hnefann framan í kröfuhafana og tala út og suður um gjaldeyrishöftin og bara út og suður um alla hluti. Og það á sama tíma og stundataflan stendur. Það er stórt Landsbankabréf sem fellur í gjalddaga 2016 og það er tímasetning sem ekki verður hnikað úr því ákveðið var að ganga ekki að samningnum sem boðið var upp á fyrir nokkrum mánuðum. Ég fæ ekki séð að það sé nokkur heilsteypt hugsun í gangi í stjórnsýslunni hvorki í ráðuneytinu né í seðlabankanum. En það er bara Ísland, það rekur allt á reiðanum.“
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira