Þróunarsamvinna sem skilar árangri Stefán Jón Hafstein skrifar 28. júlí 2014 07:00 Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun