Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Snærós Sindradóttir skrifar 22. júlí 2014 00:01 Hollensku sérfræðingarnir kanna líkamsleifar sem komið hefur verið fyrir í kæliklefum lestar. Nordicphotos/AFP Hollenskir sérfræðingar í að bera kennsl á lík eru sáttir við hvernig staðið hefur verið að frágangi á líkum í kringum brak flugvélar Malaysia Airlines sem skotin var niður á fimmtudag í austurhluta Úkraínu. Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson sem starfar fyrir eftirlitssveit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á svæðinu. Aðskilnaðarsinnar hafa sinnt frágangi á svæðinu síðan á föstudag.Stefán Haukur JóhannessonFréttablaðið/Anton Brink„Þegar við komum á föstudag, sólarhring eftir að vélin kom niður, þá var mikið af líkum og líkamsleifum innan um brak og persónulega muni fólks. Síðan virðast þeir [aðskilnaðarsinnar] hafa hafist handa og við höfum fylgst með þeim fjarlægja lík og setja í líkpoka og koma þeim á ákveðinn stað á lestarstöð í kælivagna,“ segir hann. Aðskilnaðarsinnar hafa verið sakaðir um að fjarlægja líkin til að eyða sönnunargögnum. Stefán Haukur segir að eftirlitssveit ÖSE hafi fylgst með aðskilnaðarsinnunum að verki síðustu daga en geti ekki staðfest að þessi gagnrýni sé réttmæt. „Auðvitað þarf að byrja að fjarlægja lík sem fyrst. Það þarf að umgangast líkamsleifar fólks af virðingu. Þetta er mikill harmleikur,“ segir Stefán Haukur. Aðskilnaðarsinnar hafa nú þegar afhent malasískum yfirvöldum svarta kassa vélarinnar sem fannst á vettvangi. Vonast er til þess að hann geti gefið vísbendingar um síðustu augnablik vélarinnar. Bandaríkjastjórn telur að MH17 hafi verið skotin niður með hreyfanlegu SA-11 flugskeyti sem skotið er frá jörðu. Slík flugskeyti eru gríðarlega dýr og flókin og því fá dæmi þess að þau séu í eigu annarra en þjóða sem búa yfir hervopnum. Árið 1988 var írönsk farþegaþota skotin niður með sambærilegu vopni af Bandaríkjaher. MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hollenskir sérfræðingar í að bera kennsl á lík eru sáttir við hvernig staðið hefur verið að frágangi á líkum í kringum brak flugvélar Malaysia Airlines sem skotin var niður á fimmtudag í austurhluta Úkraínu. Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson sem starfar fyrir eftirlitssveit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á svæðinu. Aðskilnaðarsinnar hafa sinnt frágangi á svæðinu síðan á föstudag.Stefán Haukur JóhannessonFréttablaðið/Anton Brink„Þegar við komum á föstudag, sólarhring eftir að vélin kom niður, þá var mikið af líkum og líkamsleifum innan um brak og persónulega muni fólks. Síðan virðast þeir [aðskilnaðarsinnar] hafa hafist handa og við höfum fylgst með þeim fjarlægja lík og setja í líkpoka og koma þeim á ákveðinn stað á lestarstöð í kælivagna,“ segir hann. Aðskilnaðarsinnar hafa verið sakaðir um að fjarlægja líkin til að eyða sönnunargögnum. Stefán Haukur segir að eftirlitssveit ÖSE hafi fylgst með aðskilnaðarsinnunum að verki síðustu daga en geti ekki staðfest að þessi gagnrýni sé réttmæt. „Auðvitað þarf að byrja að fjarlægja lík sem fyrst. Það þarf að umgangast líkamsleifar fólks af virðingu. Þetta er mikill harmleikur,“ segir Stefán Haukur. Aðskilnaðarsinnar hafa nú þegar afhent malasískum yfirvöldum svarta kassa vélarinnar sem fannst á vettvangi. Vonast er til þess að hann geti gefið vísbendingar um síðustu augnablik vélarinnar. Bandaríkjastjórn telur að MH17 hafi verið skotin niður með hreyfanlegu SA-11 flugskeyti sem skotið er frá jörðu. Slík flugskeyti eru gríðarlega dýr og flókin og því fá dæmi þess að þau séu í eigu annarra en þjóða sem búa yfir hervopnum. Árið 1988 var írönsk farþegaþota skotin niður með sambærilegu vopni af Bandaríkjaher.
MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira