Með þumalinn á lofti Sara McMahon skrifar 22. júlí 2014 00:00 Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn. Á þeim sjö árum sem ég hef verið hluti af Facebook hefur tækninni fleytt fram; snjallsímar komu fram á sjónarsviðið, símamyndavélarnar hafa náð nýjum hæðum og gæðum og Instagram, Vine og Twitter fæddust. Öll þessi þróun og viðbætur hafa sett svip sinn á Facebook sem iðar nú af lífi sem aldrei fyrr: matarmyndir, sjálfsmyndir, hversdagsmyndir, kaffimyndir, matarboðsmyndir, myndbrot o.fl. fylla fréttaveituna mína daglega. En mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og Facebook-notkun þeirra sömuleiðis. Sumir eru pólitískir á Facebook, aðrir eru gæddir þeim öfundsverðu eiginleikum að geta skrifað ótrúlega hnyttnar færslur og einhverjir teljast gott sem óvirkir. Ég og vinkona mín ræddum þessa hópa á kaffihúsi fyrir skemmstu og veltum því fyrir okkur í hvaða flokk við mundum falla. Við komumst að þeirri niðurstöðu að báðar erum við líklega nokkuð óvirkar; þ.e.a.s. uppfærslur frá okkur eru heldur sjaldséðir hrafnar. Þrátt fyrir fátíðar stöðu-uppfærslur vil ég þó ekki meina að ég sé „óvirk“ á Facebook – við nánari hugsun er ég nefnilega mjög gjafmild á „like“-hnappinn, hef unun af því að spjalla um daginn og veginn í einkaskilaboðum og er meðlimur í óteljandi hópum (misvirkum hópum). En fyrir mér er tilhugsunin um tíðar stöðu-uppfærslur eða myndbirtingar á eigin síðu jafn ógnvænleg og að halda ræðu frammi fyrir fullum sal af fólki eða syngja í karókí; Ég er hrædd um að gera sjálfa mig að fífli, en hef (oftast) gaman af því að hlýða á annarra manna ræður og söng og læt svo ánægju mína í ljós með lófaklappi eða með því að vísa rafrænum þumli í átt til himins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn. Á þeim sjö árum sem ég hef verið hluti af Facebook hefur tækninni fleytt fram; snjallsímar komu fram á sjónarsviðið, símamyndavélarnar hafa náð nýjum hæðum og gæðum og Instagram, Vine og Twitter fæddust. Öll þessi þróun og viðbætur hafa sett svip sinn á Facebook sem iðar nú af lífi sem aldrei fyrr: matarmyndir, sjálfsmyndir, hversdagsmyndir, kaffimyndir, matarboðsmyndir, myndbrot o.fl. fylla fréttaveituna mína daglega. En mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og Facebook-notkun þeirra sömuleiðis. Sumir eru pólitískir á Facebook, aðrir eru gæddir þeim öfundsverðu eiginleikum að geta skrifað ótrúlega hnyttnar færslur og einhverjir teljast gott sem óvirkir. Ég og vinkona mín ræddum þessa hópa á kaffihúsi fyrir skemmstu og veltum því fyrir okkur í hvaða flokk við mundum falla. Við komumst að þeirri niðurstöðu að báðar erum við líklega nokkuð óvirkar; þ.e.a.s. uppfærslur frá okkur eru heldur sjaldséðir hrafnar. Þrátt fyrir fátíðar stöðu-uppfærslur vil ég þó ekki meina að ég sé „óvirk“ á Facebook – við nánari hugsun er ég nefnilega mjög gjafmild á „like“-hnappinn, hef unun af því að spjalla um daginn og veginn í einkaskilaboðum og er meðlimur í óteljandi hópum (misvirkum hópum). En fyrir mér er tilhugsunin um tíðar stöðu-uppfærslur eða myndbirtingar á eigin síðu jafn ógnvænleg og að halda ræðu frammi fyrir fullum sal af fólki eða syngja í karókí; Ég er hrædd um að gera sjálfa mig að fífli, en hef (oftast) gaman af því að hlýða á annarra manna ræður og söng og læt svo ánægju mína í ljós með lófaklappi eða með því að vísa rafrænum þumli í átt til himins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun