Enn ekki búið að slátra Íbúðalánasjóði Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2014 00:00 Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun