Hugsa að þakið fari af húsinu Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 19. júlí 2014 06:00 Bardagi Gunnars fer fram í O2-höllinni í Dyflinni. Okkar maður er klár í slaginn. Fréttablaðið/Friðrik „Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur. MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur.
MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira