Þurfum að spila þéttan varnarleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 07:15 Atli Viðar og félagar leika í Hvíta-Rússlandi. Fréttablaðið/Valli FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira