Magablæðingum fjölgar í takt við verkjalyfjanotkun Ingvar Haraldsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Auður Elín segir það mögulegt að bólgueyðandi lyf séu keypt í lausasölu án nauðsynlegrar fræðslu. Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“ Lyf Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“
Lyf Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira