Hrátt og flippað Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 12:00 vísir/getty Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira