Portishead óttast þá átt sem tónlistarbransinn stefnir í Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2014 10:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í kvöld. Þegar hæst stendur í stönginni verða tíu manns á sviðinu, því fullskipuð hljómsveit verður þar og má því gera ráð fyrir flottum tónleikum. vísir/getty „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum. ATP í Keflavík Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum.
ATP í Keflavík Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira