Óli Geir sendir frá sér lag í fyrsta sinn 10. júlí 2014 09:00 Óli Geir er með mörg járn í eldinum, gefur út tónlist og bókar hljómsveitir. mynd/jón óskar Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira