Lykilatriði að skemmta fullorðnum - þá fylgja börnin með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 09:30 Bragi Þór, Alfreð Ásberg hjá Sambíóunum og Sveppi. Mynd/úr einkasafni „Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein