"Mig langar að fara pínu öðruvísi leið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 9. júlí 2014 14:30 Sigurður Anton er ungur og upprennandi leikstjóri. vísir/valli „Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira