Spilar inni í listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 09:00 Ásgeir hlakkar til að spila uppi á húsþaki. Vísir/Jónatan Grétarsson „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira