Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík í útrás Kristjana Arnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 12:00 Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, telur að það felist frábær tækifæri í samstarfi Íslendinga við nágrannaþjóðirnar. fréttablaðið/GVA „Við eigum heilmikið sameiginlegt með þessum nágrannaþjóðum okkar og höfum lengi velt því fyrir okkur hvernig við getum þróað góð tengsl okkar á milli,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, en hátíðin hefur hlotið styrk til að vinna með kvikmyndargerðarmönnum og fagfólki á Grænlandi og í Færeyjum. „Við höfum kallað þetta RIFF í útrás. Í þessum löndum eru í raun engar starfandi alþjóðlegar kvikmyndahátíðir líkt og RIFF og því vildum við bæta tengslin á milli landanna og leyfa þeim að upplifa brot af því besta hjá RIFF,“ segir Hrönn. Búið er að opna sérstaklega fyrir umsóknir kvikmynda frá þjóðunum tveimur fyrir næstu hátíð sem fram fer 25. september til 5. október og verður tekið við umsóknum til 15. júlí. „Við skynjum að það er heilmikil gerjun í þessum bransa í báðum löndum og margt spennandi að gerast. Við ætlum því ekki bara að fá kvikmyndagerðarfólkið hingað til lands heldur ætlum við einnig að fara til Grænlands og Færeyja og sýna kvikmyndir í samvinnu við heimamenn. Ég held að þetta sé ofboðslega skemmtilegt og eins tel ég að það felist frábær tækifæri í þessu fyrir kvikmyndagerðarfólk frá löndunum tveimur, sem og íslenskt kvikmyndargerðarfólk. Þar að auki verður gaman að fá að kynnast þessum þjóðum enn betur.“ RIFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Við eigum heilmikið sameiginlegt með þessum nágrannaþjóðum okkar og höfum lengi velt því fyrir okkur hvernig við getum þróað góð tengsl okkar á milli,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, en hátíðin hefur hlotið styrk til að vinna með kvikmyndargerðarmönnum og fagfólki á Grænlandi og í Færeyjum. „Við höfum kallað þetta RIFF í útrás. Í þessum löndum eru í raun engar starfandi alþjóðlegar kvikmyndahátíðir líkt og RIFF og því vildum við bæta tengslin á milli landanna og leyfa þeim að upplifa brot af því besta hjá RIFF,“ segir Hrönn. Búið er að opna sérstaklega fyrir umsóknir kvikmynda frá þjóðunum tveimur fyrir næstu hátíð sem fram fer 25. september til 5. október og verður tekið við umsóknum til 15. júlí. „Við skynjum að það er heilmikil gerjun í þessum bransa í báðum löndum og margt spennandi að gerast. Við ætlum því ekki bara að fá kvikmyndagerðarfólkið hingað til lands heldur ætlum við einnig að fara til Grænlands og Færeyja og sýna kvikmyndir í samvinnu við heimamenn. Ég held að þetta sé ofboðslega skemmtilegt og eins tel ég að það felist frábær tækifæri í þessu fyrir kvikmyndagerðarfólk frá löndunum tveimur, sem og íslenskt kvikmyndargerðarfólk. Þar að auki verður gaman að fá að kynnast þessum þjóðum enn betur.“
RIFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira