Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 12:00 Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. Sónar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum.
Sónar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið