Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 10:30 Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ Gríman Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“
Gríman Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira