Við viljum vera í toppbaráttunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 06:00 Ingimundur Ingimundarson í leik með ÍR. Vísir/Valgarður „Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
„Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins