Barist gegn neikvæðum áhrifum staðalímynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 08:00 Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram sína síðustu tillögu í borgarstjórn í gær. Í kjölfar mælinga Skólapúlsins, sem sýndu neikvæða þróun á sjálfsmynd og líðan stelpna frá 5. til 10. bekkjar, var stofnaður starfshópur innan borgarinnar. Verkefni hópsins var að greina áhrif staðalímynda kynjanna á börn og leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hópurinn staðið að fræðslu til fagfólks, gert tilraunaverkefni um áhrif fræðslunnar og nú í dag lýkur starfinu formlega með málþingi um valdeflandi starf með börnum og unglingum. Síðasta verkefni Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á hennar síðasta borgastjórnarfundi í gær var að tryggja áframhaldandi baráttu gegn staðalímyndum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. „Það er mikilvægt að taka þennan nýja vágest inn í forvarnarstefnu borgarinnar. Staðalímyndir, líkamsdýrkun, klámvæðing og dökkar hliðar samfélagsmiðlanna hafa augljós áhrif á sjálfsmynd barnanna,“ segir Oddný og bætir við að samkvæmt rannsóknum Unicef megi rekja nær allt einelti til þess að barn fari út fyrir staðlaðan kynjaramma. Samþykktur var fjögurra milljóna króna styrkur til starfsins sem mun fara mestmegnis í aukna fræðslu til þeirra sem starfa með börnum. „Það er margt sem glöggur kennari og frístundastarfsmaður getur gert til að hafa áhrif. Starfshópurinn skilaði af sér tuttugu tillögum sem snúast fyrst og fremst um að grípa tækifærið í daglegu lífi barnanna. Kennarar geta til dæmis opnað umræðu um staðalímyndir með því að ræða nýja sigurvegarann í Eurovision eða þegar Eiður Smári fór að gráta í lok fótboltaleiks. Einnig er hægt að snúa við kynhlutverkum í sögum og leikritum eða telja alþingismenn eftir kyni í stærðfræðitíma.“ Oddný segist ekki hafa lært eins mikið af öðru verkefni í átta ára starfi sínu í borgarstjórn. „Mér þykir vænt um að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og vona að þetta sé bara byrjunin á vitundarvakningu á meðal fagfólks, foreldra og barna.“Dana Edell kennir fagfólki valdeflingu ungmenna.Vísir/stefánÞjálfar stelpur í að vera aðgerðarsinnar Aðalfyrirlesari á málþinginu í dag er dr. Dana Edell, aðgerðarsinni og framkvæmdastjóri SPARK-hreyfingarinnar. Starf hreyfingarinnar snýst um að þjálfa ungar stelpur upp sem aðgerðarsinna. „Besta leiðin til að vinna gegn staðalímyndum og klámvæðingu í fjölmiðlum er að efla þann hóp sem verður fyrir sterkustu og neikvæðustu áhrifunum af þeim. Það eru ungar stúlkur,“ segir Dana. Með fræðslu og valdeflingu er stúlkunum kennt að horfa gagnrýnum augum á skilaboð glanstímaritanna og berjast gegn því. „Við vöðum í fyrirtækin og fjölmiðlana. Með mikilli baráttu hóps ungra stúlkna fengum við unglingatímaritið Seventeen til þess að lofa því að hætta að breyta myndum af fyrirsætum með photoshop.“ Dana segir að með þessum hætti sé hægt, skref fyrir skref, að fá fjölmiðla til að skilja ábyrgð sína gagnvart ungum stúlkum. Í heimsókn sinni á Íslandi hefur Dana haldið tvær vinnustofur fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur. Þar kennir hún þeim hvernig hægt sé að virkja bæði stelpur og stráka til að berjast gegn staðalímyndum. „Það er hægt að kenna börnum að lesa fjölmiðla, gagnrýna þá og ef þeim ofbýður skilaboðin að gera eitthvað í málinu.“ Dana segir að staðalímyndir kynjanna verði sterkari með ári hverju. „Stelpur og strákar vaxa úr grasi eftir mjög þröngum fyrir fram mótuðum stíg. Þessir stígar eru alltaf að þrengjast og aðskilja sífellt meira kynin. Þetta er þróun sem við þurfum að styðja börnin til þess að stöðva.“ Eurovision Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Í kjölfar mælinga Skólapúlsins, sem sýndu neikvæða þróun á sjálfsmynd og líðan stelpna frá 5. til 10. bekkjar, var stofnaður starfshópur innan borgarinnar. Verkefni hópsins var að greina áhrif staðalímynda kynjanna á börn og leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hópurinn staðið að fræðslu til fagfólks, gert tilraunaverkefni um áhrif fræðslunnar og nú í dag lýkur starfinu formlega með málþingi um valdeflandi starf með börnum og unglingum. Síðasta verkefni Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á hennar síðasta borgastjórnarfundi í gær var að tryggja áframhaldandi baráttu gegn staðalímyndum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. „Það er mikilvægt að taka þennan nýja vágest inn í forvarnarstefnu borgarinnar. Staðalímyndir, líkamsdýrkun, klámvæðing og dökkar hliðar samfélagsmiðlanna hafa augljós áhrif á sjálfsmynd barnanna,“ segir Oddný og bætir við að samkvæmt rannsóknum Unicef megi rekja nær allt einelti til þess að barn fari út fyrir staðlaðan kynjaramma. Samþykktur var fjögurra milljóna króna styrkur til starfsins sem mun fara mestmegnis í aukna fræðslu til þeirra sem starfa með börnum. „Það er margt sem glöggur kennari og frístundastarfsmaður getur gert til að hafa áhrif. Starfshópurinn skilaði af sér tuttugu tillögum sem snúast fyrst og fremst um að grípa tækifærið í daglegu lífi barnanna. Kennarar geta til dæmis opnað umræðu um staðalímyndir með því að ræða nýja sigurvegarann í Eurovision eða þegar Eiður Smári fór að gráta í lok fótboltaleiks. Einnig er hægt að snúa við kynhlutverkum í sögum og leikritum eða telja alþingismenn eftir kyni í stærðfræðitíma.“ Oddný segist ekki hafa lært eins mikið af öðru verkefni í átta ára starfi sínu í borgarstjórn. „Mér þykir vænt um að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og vona að þetta sé bara byrjunin á vitundarvakningu á meðal fagfólks, foreldra og barna.“Dana Edell kennir fagfólki valdeflingu ungmenna.Vísir/stefánÞjálfar stelpur í að vera aðgerðarsinnar Aðalfyrirlesari á málþinginu í dag er dr. Dana Edell, aðgerðarsinni og framkvæmdastjóri SPARK-hreyfingarinnar. Starf hreyfingarinnar snýst um að þjálfa ungar stelpur upp sem aðgerðarsinna. „Besta leiðin til að vinna gegn staðalímyndum og klámvæðingu í fjölmiðlum er að efla þann hóp sem verður fyrir sterkustu og neikvæðustu áhrifunum af þeim. Það eru ungar stúlkur,“ segir Dana. Með fræðslu og valdeflingu er stúlkunum kennt að horfa gagnrýnum augum á skilaboð glanstímaritanna og berjast gegn því. „Við vöðum í fyrirtækin og fjölmiðlana. Með mikilli baráttu hóps ungra stúlkna fengum við unglingatímaritið Seventeen til þess að lofa því að hætta að breyta myndum af fyrirsætum með photoshop.“ Dana segir að með þessum hætti sé hægt, skref fyrir skref, að fá fjölmiðla til að skilja ábyrgð sína gagnvart ungum stúlkum. Í heimsókn sinni á Íslandi hefur Dana haldið tvær vinnustofur fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur. Þar kennir hún þeim hvernig hægt sé að virkja bæði stelpur og stráka til að berjast gegn staðalímyndum. „Það er hægt að kenna börnum að lesa fjölmiðla, gagnrýna þá og ef þeim ofbýður skilaboðin að gera eitthvað í málinu.“ Dana segir að staðalímyndir kynjanna verði sterkari með ári hverju. „Stelpur og strákar vaxa úr grasi eftir mjög þröngum fyrir fram mótuðum stíg. Þessir stígar eru alltaf að þrengjast og aðskilja sífellt meira kynin. Þetta er þróun sem við þurfum að styðja börnin til þess að stöðva.“
Eurovision Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira