Raki, mygla – meinsemd, meðul Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 2. júní 2014 00:00 Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar