Viðskipti erlent

Apple kaupir Beats by Dre

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Iovine, Cook, Dr. Dre og Eddy Cue sitja fyrir á mynd.
Iovine, Cook, Dr. Dre og Eddy Cue sitja fyrir á mynd. Fréttablaðið/AP
Tæknirisinn Apple hefur staðfest kaup á raftækja- og tónstreymifyrirtækinu Beats Electronics.

Beats var stofnað af rapparanum fræga Dr. Dre og frumkvöðlinum Jimmy Iovine, en sá síðarnefndi er þekktastur fyrir að stofna tónlistarútgáfuna Interscope Records.

Kaupverðið er þrír milljarðar bandaríkjadala, eða rétt rúmlega 340 milljarðar króna. Kaupin eru hæglega þau stærstu í 38 ára langri sögu Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×