Hefði mátt yrkja betur inn í rýmið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. maí 2014 10:30 Ásgerður Júníusdóttir í gervi fiðrildafræðings. MYND/Pierre-Alain Giraud Leiklist/Tónlist: Wide Slumber Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir í samstarfi við a.rawlings. frumsýning í Tjarnarbíói 24. maí Tónleikhúsverkið Wide Slumber er afrakstur samvinnu Bedroom Community og VaVaVoom. Verkið er unnið upp úr ljóðabók Angelu Rawlings, Wide Slumber for Lepidopterists. Angela Rawlings eða a.rawlings er kanadískt hljóðljóðskáld og listamaður sem starfar meðal annars á Íslandi. Angela er áhugaverður listamaður, sem vel sómir sér á Listahátíð. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar er orðin íslenskum leikhúsgestum að góðu kunn. Valgeir er gríðarlega spennandi tónlistarmaður og gaman verður að fylgjast áfram með honum. Tónlistin í verkinu er eitt aðalsmerki sýningarinnar, sem er á mörkum tónleika og leikhúss. Hún er kröftug, skemmtileg og epísk á köflum þar sem hljómsveitin, James McVinnie, Liam Byrne og Ólafur Björn Ólafsson, stóð sig með prýði. Söngvarar höfðu misjafnan stíl, en voru hver öðrum betri. Þá kom sviðsreynsla Ásgerðar Júníusdóttur henni vel. Á köflum var hrein unun að horfa á stílfærðar hreyfingar Ásgerðar og hlusta á hana. Gallinn er kannski sá að þetta er mikil sýning með íburðarmikilli sviðsmynd, stórbrotinni ljósanotkun og myndböndum, sem hefðu mátt njóta sín svo miklu betur. Í myndböndunum, sem voru vel unnin og einstaklega falleg, voru sterkar og áhrifamiklar myndir sem áttu það þó til að kafna í ljósunum á of litlu sviði Tjarnarbíós. Margt var fallegt og vel gert, en sýningin varð hálf kauðsk í svo ófullbúnum sal. Þarna hefði leikstjórinn mátt yrkja betur inn í rýmið. Meiri hreyfing hefði mátt vera á leikurum en sú kóreógrafía sem mátti sjá kom vel út. Einnig var fullmikið misræmi í leik, sem einnig hlýtur að skrifast á leikstjórnina. Þá heyrðist textinn illa, sem ef til vill á ekki að koma að sök, en truflaði undirritaða töluvert.Niðurstaða: Þegar á heildina er litið er Wide Slumber prýðissýning, sem var þess virði að sjá, en húsakynnin, sviðið og salurinn, sniðu henni of þröngan stakk. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leiklist/Tónlist: Wide Slumber Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir í samstarfi við a.rawlings. frumsýning í Tjarnarbíói 24. maí Tónleikhúsverkið Wide Slumber er afrakstur samvinnu Bedroom Community og VaVaVoom. Verkið er unnið upp úr ljóðabók Angelu Rawlings, Wide Slumber for Lepidopterists. Angela Rawlings eða a.rawlings er kanadískt hljóðljóðskáld og listamaður sem starfar meðal annars á Íslandi. Angela er áhugaverður listamaður, sem vel sómir sér á Listahátíð. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar er orðin íslenskum leikhúsgestum að góðu kunn. Valgeir er gríðarlega spennandi tónlistarmaður og gaman verður að fylgjast áfram með honum. Tónlistin í verkinu er eitt aðalsmerki sýningarinnar, sem er á mörkum tónleika og leikhúss. Hún er kröftug, skemmtileg og epísk á köflum þar sem hljómsveitin, James McVinnie, Liam Byrne og Ólafur Björn Ólafsson, stóð sig með prýði. Söngvarar höfðu misjafnan stíl, en voru hver öðrum betri. Þá kom sviðsreynsla Ásgerðar Júníusdóttur henni vel. Á köflum var hrein unun að horfa á stílfærðar hreyfingar Ásgerðar og hlusta á hana. Gallinn er kannski sá að þetta er mikil sýning með íburðarmikilli sviðsmynd, stórbrotinni ljósanotkun og myndböndum, sem hefðu mátt njóta sín svo miklu betur. Í myndböndunum, sem voru vel unnin og einstaklega falleg, voru sterkar og áhrifamiklar myndir sem áttu það þó til að kafna í ljósunum á of litlu sviði Tjarnarbíós. Margt var fallegt og vel gert, en sýningin varð hálf kauðsk í svo ófullbúnum sal. Þarna hefði leikstjórinn mátt yrkja betur inn í rýmið. Meiri hreyfing hefði mátt vera á leikurum en sú kóreógrafía sem mátti sjá kom vel út. Einnig var fullmikið misræmi í leik, sem einnig hlýtur að skrifast á leikstjórnina. Þá heyrðist textinn illa, sem ef til vill á ekki að koma að sök, en truflaði undirritaða töluvert.Niðurstaða: Þegar á heildina er litið er Wide Slumber prýðissýning, sem var þess virði að sjá, en húsakynnin, sviðið og salurinn, sniðu henni of þröngan stakk.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira