Ekki vera lummó eftir Gnarr Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern annan í embættinu jafn fáránleg. En allt líður undir lok og næst þegar ég skrifa bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í Reykjavík. Að frátöldum Banjólista Framsóknar og hvítra, kristinna flugvallarvina eru reykvísku frambjóðendurnir ágætlega frambærilegir. Flestir veðja á að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri og það væru sennilega ekkert hræðileg örlög fyrir Reykjavík ef sú spá rættist. Það sem ég mun hins vegar sakna er óþekktin og uppátækjasemin. Fráfarandi borgarstjóri er rokkstjarna en ekki pólitíkus. Og jú, vissulega má færa rök fyrir því að rokkstjörnur eigi að halda sig við rokkið og láta blýantsnagarana um mikilvægar stjórnsýsluákvarðanir. Og það er það sem mun gerast núna. Næsti borgarstjóri mun ekki fara í drag á Gay Pride eða klæðast einkennisklæðnaði Pussy Riot til þess að mótmæla mannréttindabrotum Pútíns (sem er líklega það frábærasta sem gert hefur verið í heiminum). En vonandi hefur hann samt lært eitthvað af Jóni. Þetta þarf ekki að vera leiðinlegt og það er óþarfi að halda alltaf öllum góðum. Ef einhverjum misbýður það að borgarstjóri velti vöngum um það hvort Jesús hafi verið hommi þá er það þeirra mál. Borgarstjóri þarf ekki að vera sameiningartákn Reykvíkinga. Hann þarf bara að mæta í vinnuna og gera allt þetta hundleiðinlega stöff sem við hin nennum ekki að gera. Og það gerði Jón, nema stundum var hann í Stjörnustríðsbúningi á meðan. Það er hins vegar ósanngjarnt að ætlast til þess að eftirmaður Jóns verði eins og hann og það geri ég alls ekki. Um leið væri það skref afturábak fyrir hann að setja sig í rembingslegar stellingar og reyna að vera fullkominn. Sá pakki er búinn. Slakaðu bara á og vertu þú sjálfur. Það er eina leiðin til að verða ekki „lummó týpan sem kom á eftir Jóni Gnarr“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern annan í embættinu jafn fáránleg. En allt líður undir lok og næst þegar ég skrifa bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í Reykjavík. Að frátöldum Banjólista Framsóknar og hvítra, kristinna flugvallarvina eru reykvísku frambjóðendurnir ágætlega frambærilegir. Flestir veðja á að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri og það væru sennilega ekkert hræðileg örlög fyrir Reykjavík ef sú spá rættist. Það sem ég mun hins vegar sakna er óþekktin og uppátækjasemin. Fráfarandi borgarstjóri er rokkstjarna en ekki pólitíkus. Og jú, vissulega má færa rök fyrir því að rokkstjörnur eigi að halda sig við rokkið og láta blýantsnagarana um mikilvægar stjórnsýsluákvarðanir. Og það er það sem mun gerast núna. Næsti borgarstjóri mun ekki fara í drag á Gay Pride eða klæðast einkennisklæðnaði Pussy Riot til þess að mótmæla mannréttindabrotum Pútíns (sem er líklega það frábærasta sem gert hefur verið í heiminum). En vonandi hefur hann samt lært eitthvað af Jóni. Þetta þarf ekki að vera leiðinlegt og það er óþarfi að halda alltaf öllum góðum. Ef einhverjum misbýður það að borgarstjóri velti vöngum um það hvort Jesús hafi verið hommi þá er það þeirra mál. Borgarstjóri þarf ekki að vera sameiningartákn Reykvíkinga. Hann þarf bara að mæta í vinnuna og gera allt þetta hundleiðinlega stöff sem við hin nennum ekki að gera. Og það gerði Jón, nema stundum var hann í Stjörnustríðsbúningi á meðan. Það er hins vegar ósanngjarnt að ætlast til þess að eftirmaður Jóns verði eins og hann og það geri ég alls ekki. Um leið væri það skref afturábak fyrir hann að setja sig í rembingslegar stellingar og reyna að vera fullkominn. Sá pakki er búinn. Slakaðu bara á og vertu þú sjálfur. Það er eina leiðin til að verða ekki „lummó týpan sem kom á eftir Jóni Gnarr“.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun