58 ár frá fyrstu Eurovision-keppninni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:00 Conchita Wurst. Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti. Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti.
Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira