Byrjað að stela? Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2014 07:00 Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem ég hef óttast mest af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að hún steli af þjóðinni eignum hennar. Sporin hræða. Skyldu menn almennt gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt bölmóðstalið á sínum tíma, báru ríkisbankarnir sig alla tíð bærilega og voru fullkomlega sjálfbærir. Í byrjun tíunda áratugarins kom að vísu tímabundið framlag úr ríkissjóði til Landsbankans, en það var að fullu greitt til baka. Óþarfi er að fjölyrða um hvað einkavæddir bankarnir kostuðu síðan þjóðina. Menn stigu einkavæðingar- og söluskrefin ætíð lævíslega. Þannig átti aðeins að hlutafélagavæða Landsímann á sínum tíma – „alls ekki selja“. Sömu sögu er að segja af sölu bankanna. Nú er Landsbankinn aftur kominn í eigu ríkissjóðs og byrjaður að pumpa milljarðatugum inn í sameiginlega sjóði landsmanna í formi arðs. Þá vitum við að þess er skammt að bíða að reynt verður að hafa þessa eign af okkur. Sanniði til! Reyndar er það orðið mest aðkallandi verkefni samtímans að umturna fjármálakerfinu – þar með talið Landsbankanum – þannig að það vinnur í þágu almennings en ekki gegn.Rangir hagsmunir Og auðvitað mun verða reynt að verða við kröfu gráðugra fjárfesta sem vilja eignast Landsvirkjun. Samkvæmt rannsókn fjárfesta á fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúruperlur okkar fyrir orkusölu til soltins Evrópumarkaðs. Fjárfestingin yrði að vísu fimm hundruð milljarðar – en það myndu langtímafjárfestar ekki setja fyrir sig. Og auðvitað verður þetta svona nema almenningur stoppi stjórnvöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja Landsvirkjun. Bara pínulítið – og til góðra fjárfesta – lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ég greiði til. Reynslan erlendis af fjárfestingum lífeyrissjóða í stoðkerfum samfélagsins er alla vega. Eitt er þó sammerkt með þeim. Enginn munur er á lífeyrissjóðum sem fjárfestum og öðrum að því leyti að þeir vilja hámarksarð af eign sinni ekki síður en aðrir og eru reiðubúnir að selja og braska ekkert síður en aðrir. Arður Íslendinga af Landsvirkjun á að liggja í lágu orkuverði. Með sölu Landsvirkjunar yrðu múraðir inn rangir hagsmunir; hagsmunir sem lægju í því að virkja sem mest og selja orkuna sem hæst.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun