Gullið er bónus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 06:00 Fanney með gullið. Mynd/Aðsend „Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir. Innlendar Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir.
Innlendar Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira