Frábær stökkpallur fyrir íslenskar myndir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 11:30 Hátíðin festir sig í sessi Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn þeirra sem standa að Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. fréttablaðið/Stefán „Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár. RIFF Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár.
RIFF Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein