Það sem ekki má Sara McMahon skrifar 29. apríl 2014 07:00 Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun