Fyrir hag höfuðborgarinnar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. apríl 2014 07:00 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, ætlar að tilkynna í dag hvort hann verði við áskorunum um að taka fyrsta sætið á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það er reyndar dálítið einkennileg hugmynd að fá sveitahöfðingjann Guðna í framboð í Reykjavík. Hann nýtur að vísu persónulegra vinsælda, er manna skemmtilegastur og hefur undanfarin ár verið eftirsóttur uppistandari á þorrablótum og karlakvöldum íþróttafélaga. Kannski hugsa framsóknarmenn í Reykjavík sem svo að grínistum hafi gengið vel í síðustu borgarstjórnarkosningum og það megi reyna aftur. En framboð Jóns Gnarr og félaga var ádeila á hefðbundna flokka- og valdapólitík. Það er einmitt jarðvegurinn sem Guðni Ágústsson er sprottinn úr. Nánast allur hans stjórnmálaferill er helgaður sérhagsmunagæzlu fyrir eina atvinnugrein, landbúnaðinn. Því hefur fylgt að Guðni hefur verið afskaplega lítill talsmaður höfuðborgarinnar eða hagsmuna hennar. Hann hefur verið einarður talsmaður landbúnaðarkerfis sem hyglar framleiðendum sem flestir eru á landsbyggðinni, á kostnað neytenda á höfuðborgarsvæðinu. Hann lagði einu sinni fram svohljóðandi fyrirspurn á þingi: „Hvað hyggst samgönguráðherra gera til að draga úr innflutningi matvæla með ferðafólki?“ Hann var ekki að grínast. Guðni hefur talað gegn því að íbúar höfuðborgarinnar njóti jafns atkvæðisréttar á við íbúa dreifbýliskjördæmanna. Hann hefur meira að segja flutt þingmál um að borgarbúar eigi að borga hærri skatta en fólkið á landsbyggðinni, í þágu byggðasjónarmiða. Sú tillaga var heldur ekki sett fram sem brandari og sennilega þætti reykvískum kjósendum ekki fyndið ef maður sem er í framboði til borgarstjórnar héldi þessari skoðun fram. Guðni sagði fyrr í vikunni að Framsóknarflokkurinn ætlaði að verja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er hörð afstaða, af því að með henni taka framsóknarmenn beinlínis afstöðu gegn því ferli sem flugvallarmálið hefur verið sett í, að starfshópur skoði möguleika á annarri staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir útiloka því fyrir fram sátt sem gæti byggzt á að byggingarland í Vatnsmýri yrði losað með því að færa flugvöllinn, en Reykjavík yrði áfram miðstöð innanlandsflugsins. Í fréttum okkar á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið var rifjað upp að fyrir þingkosningarnar 2007 hafði Guðni allt aðra stefnu og vildi færa innanlandsflugið til Keflavíkur. Þegar þessar mótsagnir í málflutningi voru bornar undir Guðna sagðist hann hafa skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið betur; hann hefði haft rangt fyrir sér árið 2007. Að sjálfsögðu leyfist fólki að skipta um skoðun. Eins og Guðni hafði sjálfur einu sinni eftir Ólafi Jóhannessyni forvera sínum á formannsstóli Framsóknarflokksins: „Það hefur enginn bannað mér að vera vitrari í dag en ég var í gær.“ Ákveði Guðni í dag að taka oddvitasætið á framboðslista Framsóknar í borginni, er hins vegar full ástæða til að kjósendur í Reykjavík spyrji hann á næstunni hvort hann hafi líka skipt um skoðun í flestum þeim málum sem hafa skilgreint stjórnmálaferil hans. Er hann nú skyndilega orðinn baráttumaður fyrir hagsmunum Reykvíkinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, ætlar að tilkynna í dag hvort hann verði við áskorunum um að taka fyrsta sætið á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það er reyndar dálítið einkennileg hugmynd að fá sveitahöfðingjann Guðna í framboð í Reykjavík. Hann nýtur að vísu persónulegra vinsælda, er manna skemmtilegastur og hefur undanfarin ár verið eftirsóttur uppistandari á þorrablótum og karlakvöldum íþróttafélaga. Kannski hugsa framsóknarmenn í Reykjavík sem svo að grínistum hafi gengið vel í síðustu borgarstjórnarkosningum og það megi reyna aftur. En framboð Jóns Gnarr og félaga var ádeila á hefðbundna flokka- og valdapólitík. Það er einmitt jarðvegurinn sem Guðni Ágústsson er sprottinn úr. Nánast allur hans stjórnmálaferill er helgaður sérhagsmunagæzlu fyrir eina atvinnugrein, landbúnaðinn. Því hefur fylgt að Guðni hefur verið afskaplega lítill talsmaður höfuðborgarinnar eða hagsmuna hennar. Hann hefur verið einarður talsmaður landbúnaðarkerfis sem hyglar framleiðendum sem flestir eru á landsbyggðinni, á kostnað neytenda á höfuðborgarsvæðinu. Hann lagði einu sinni fram svohljóðandi fyrirspurn á þingi: „Hvað hyggst samgönguráðherra gera til að draga úr innflutningi matvæla með ferðafólki?“ Hann var ekki að grínast. Guðni hefur talað gegn því að íbúar höfuðborgarinnar njóti jafns atkvæðisréttar á við íbúa dreifbýliskjördæmanna. Hann hefur meira að segja flutt þingmál um að borgarbúar eigi að borga hærri skatta en fólkið á landsbyggðinni, í þágu byggðasjónarmiða. Sú tillaga var heldur ekki sett fram sem brandari og sennilega þætti reykvískum kjósendum ekki fyndið ef maður sem er í framboði til borgarstjórnar héldi þessari skoðun fram. Guðni sagði fyrr í vikunni að Framsóknarflokkurinn ætlaði að verja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er hörð afstaða, af því að með henni taka framsóknarmenn beinlínis afstöðu gegn því ferli sem flugvallarmálið hefur verið sett í, að starfshópur skoði möguleika á annarri staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir útiloka því fyrir fram sátt sem gæti byggzt á að byggingarland í Vatnsmýri yrði losað með því að færa flugvöllinn, en Reykjavík yrði áfram miðstöð innanlandsflugsins. Í fréttum okkar á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið var rifjað upp að fyrir þingkosningarnar 2007 hafði Guðni allt aðra stefnu og vildi færa innanlandsflugið til Keflavíkur. Þegar þessar mótsagnir í málflutningi voru bornar undir Guðna sagðist hann hafa skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið betur; hann hefði haft rangt fyrir sér árið 2007. Að sjálfsögðu leyfist fólki að skipta um skoðun. Eins og Guðni hafði sjálfur einu sinni eftir Ólafi Jóhannessyni forvera sínum á formannsstóli Framsóknarflokksins: „Það hefur enginn bannað mér að vera vitrari í dag en ég var í gær.“ Ákveði Guðni í dag að taka oddvitasætið á framboðslista Framsóknar í borginni, er hins vegar full ástæða til að kjósendur í Reykjavík spyrji hann á næstunni hvort hann hafi líka skipt um skoðun í flestum þeim málum sem hafa skilgreint stjórnmálaferil hans. Er hann nú skyndilega orðinn baráttumaður fyrir hagsmunum Reykvíkinga?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun