OR á réttri leið! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun