Hefur hannað allt frá hjólapumpum til ljósa Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. mars 2014 16:00 Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“ HönnunarMars Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“
HönnunarMars Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira