Hannar úr rekavið og lerki Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 13:00 Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir nýja lampa úr rekavið og lerki í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við loftljósið Tind sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Sýningin í Epal verður opnuð á miðvikdaginn klukkan 17. mynd/gva Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars. HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars.
HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira