Fluttu heilt hús frá Selfossi til Eyrarbakka Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:12 Herzog er ekkert lamb að leika sér við. „Ísland á að vera Noregur í myndinni en landið nýtur sín samt sem áður mjög vel,“ segir Ragnar Agnarsson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Fyrirtækið samframleiddi norsku kvikmyndina Dead Snow: Red vs. Dead, sem var tekin upp hér á landi í fyrrasumar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi á morgun. „Það var ódýrara fyrir aðstandendur myndarinnar að gera myndina hér. Gjaldmiðillinn er hagstæður og þeir fá tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu. Að auki er íslenskt starfsfólk í kvikmyndabransanum frábært – á heimsmælikvarða,“ bætir Ragnar við. „Við sáum tækifæri í þessari mynd og teljum að hún eigi eftir að fara víða. Við höfum trú á verkefninu en myndinni hefur verið vel tekið alls staðar og aðsóknin í Noregi hefur verið mjög góð,“ segir Ragnar um ástæðuna að baki því að Sagafilm framleiddi myndina. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum og var frumsýnd í Noregi fyrir stuttu. Myndin var tekin upp víðs vegar um landið – þar á meðal í stúdíói Sagafilm á Laugavegi, í Hvalfirði, Hafnarfirði, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ýmislegt gekk á í tökum og þurfti meðal annars að ferja heilt hús á milli staða. „Við fengum lánað hús á Selfossi og fluttum það á Eyrarbakka. Það var meiri háttar vesen og við þurftum að loka götum. En það var algjörlega þess virði.“Ragnar segir allt ferlið hafa verið afar ánægjulegt.Um fjögur hundruð manns alls staðar að úr heiminum komu að framleiðslunni en myndin fjallar um Martin sem lifir af árás nasistauppvakninga. Hann vaknar á sjúkrahúsi og lögreglan trúir ekki sögu hans um þessar blóðþyrstu verur og telur að Martin hafi myrt vini sína. Hann missti annan handlegginn en hægt var að græða á hann nýjan handlegg. Fljótlega kemur þó í ljós að handleggurinn er af aðalmanninum í hersveit nasistauppvakninga, Herzog, og býr mikið ofurafl í handleggnum. Norska fyrirtækið Tappeluft framleiðir myndina ásamt Sagafilm og hugsanlegt er að þessi tvö fyrirtæki haldi samstarfinu áfram. „Við vorum öll mjög ánægð með samstarfið. Við erum að skoða nokkur verkefni en ekkert sem ég get sagt frá á þessari stundu,“ segir Ragnar. Leikstjóri myndarinnar er Tommy Wirkola sem leikstýrði einnig fyrstu myndinni, Dead Snow, sem sló óvænt í gegn. Í kjölfarið leikstýrði hann Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters og vinnur nú að myndinni What Happened to Monday? með sænsku leikkonunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Með helstu hlutverk í Dead Snow: Red vs. Dead fara Amrita Acharia, Jocelyn DeBoer, Ørjan Gamst, Vegar Hoel og Martin Starr. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ísland á að vera Noregur í myndinni en landið nýtur sín samt sem áður mjög vel,“ segir Ragnar Agnarsson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Fyrirtækið samframleiddi norsku kvikmyndina Dead Snow: Red vs. Dead, sem var tekin upp hér á landi í fyrrasumar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi á morgun. „Það var ódýrara fyrir aðstandendur myndarinnar að gera myndina hér. Gjaldmiðillinn er hagstæður og þeir fá tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu. Að auki er íslenskt starfsfólk í kvikmyndabransanum frábært – á heimsmælikvarða,“ bætir Ragnar við. „Við sáum tækifæri í þessari mynd og teljum að hún eigi eftir að fara víða. Við höfum trú á verkefninu en myndinni hefur verið vel tekið alls staðar og aðsóknin í Noregi hefur verið mjög góð,“ segir Ragnar um ástæðuna að baki því að Sagafilm framleiddi myndina. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum og var frumsýnd í Noregi fyrir stuttu. Myndin var tekin upp víðs vegar um landið – þar á meðal í stúdíói Sagafilm á Laugavegi, í Hvalfirði, Hafnarfirði, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ýmislegt gekk á í tökum og þurfti meðal annars að ferja heilt hús á milli staða. „Við fengum lánað hús á Selfossi og fluttum það á Eyrarbakka. Það var meiri háttar vesen og við þurftum að loka götum. En það var algjörlega þess virði.“Ragnar segir allt ferlið hafa verið afar ánægjulegt.Um fjögur hundruð manns alls staðar að úr heiminum komu að framleiðslunni en myndin fjallar um Martin sem lifir af árás nasistauppvakninga. Hann vaknar á sjúkrahúsi og lögreglan trúir ekki sögu hans um þessar blóðþyrstu verur og telur að Martin hafi myrt vini sína. Hann missti annan handlegginn en hægt var að græða á hann nýjan handlegg. Fljótlega kemur þó í ljós að handleggurinn er af aðalmanninum í hersveit nasistauppvakninga, Herzog, og býr mikið ofurafl í handleggnum. Norska fyrirtækið Tappeluft framleiðir myndina ásamt Sagafilm og hugsanlegt er að þessi tvö fyrirtæki haldi samstarfinu áfram. „Við vorum öll mjög ánægð með samstarfið. Við erum að skoða nokkur verkefni en ekkert sem ég get sagt frá á þessari stundu,“ segir Ragnar. Leikstjóri myndarinnar er Tommy Wirkola sem leikstýrði einnig fyrstu myndinni, Dead Snow, sem sló óvænt í gegn. Í kjölfarið leikstýrði hann Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters og vinnur nú að myndinni What Happened to Monday? með sænsku leikkonunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Með helstu hlutverk í Dead Snow: Red vs. Dead fara Amrita Acharia, Jocelyn DeBoer, Ørjan Gamst, Vegar Hoel og Martin Starr.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning