Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2014 07:00 AWACS, eftirlitsflugvél Nató, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. Mynd/AP Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira