Það er óvissa með framhaldið hjá þjálfaranum litríka Teiti Örlygssyni en hann hefur þjalfað Stjörnuna undanfarin ár.
Hann er að klára sitt síðasta tímabil hjá Stjörnunni og hefur upp á síðkastið verið sterklega orðaður við uppeldisfélag sitt, Njarðvík, en það er í leit að nýjum þjálfara þar sem Einar Árni Jóhannsson er að hætta með liðið.
„Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ segir Teitur, en hann hefur heyrt frá Njarðvíkingum.
„Ég vil ekki lýsa því yfir að ég ætli að taka mér frí ef það gengur síðan ekki eftir. Þá hljóma ég eins og alþingismennirnir okkar. Ég mun bara skoða þessi mál í rólegheitum eftir tímabilið.“
Körfubolti