Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson eftir vigtunina í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson berst í þriðja sinn í UFC í kvöld þegar hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í O2-höllinni í London. Gríðarleg spenna hefur myndast fyrir bardagann hér heima sem og erlendis.Hann hefur verið frá í rúmt ár vegna meiðsla Gunnar var vigtaður í gær og negldi 170 pundin (77,1kg) eins og alltaf en hann hefur aldrei verið í vandræðum með að hitta á rétta þyngd þegar kemur að vigtun. Rússinn var jafnþungur en hann er öflugasti andstæðingur Gunnars til þessa.Gunnar ekki eins og hinir „Það var frábært að komast hingað strax í byrjun vikunnar,“ segir Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, í samtali við Fréttablaðið. Hann hafði leyft sér að halla sér aðeins eftir annasaman dag þegar blaðamaður truflaði fegurðarblundinn. „Við komum á mánudaginn þannig Gunni hefur fengið góðan tíma til að venjast aðstæðum. Við vorum að koma úr vigtuninni sem gekk vel eins og alltaf. Annars höfum við eytt vikunni í smá túrisma í bland við léttar æfingar til að halda þyngdinni niðri,“ segir Kavanagh en á fimmtudaginn var fjölmiðladagur þar sem alþjóðlegur áhugi á Gunnari skein í gegn. „Það er mikið af fjölmiðlum hérna frá öllum heimshornum. Það hafa margir mikinn áhuga á honum enda er hann ekki eins og allir hinir. Margir bardagamenn berja sér á brjóst og eru með smá hávaða í kringum sig. En ekki Gunni. Hann er rólegur og hógvær og það finnst fólki spennandi.“Gunnar Nelson og Omari Akhmedov berjast í kvöld.Vísir/GettyÆfingin speglar bardagann Gunnar var lengi frá vegna hnémeiðsla en hefur æft af fullum krafti í 4-5 mánuði. „Hann er ekkert ryðgaður eða neitt svoleiðis. Hann hefur æft sig mikið standandi og er betri núna en áður að kýla og það mun fólk sjá á laugardaginn,“ segir Kavanagh. Í öðrum íþróttum, t.d. boltagreinum, þurfa menn nokkra leiki til að koma sér í keppnisform eftir meiðsli en þannig er það ekki í blönduðum bardagalistum. „Æfingin speglar bardagann þó hún sé ekki gerð af jafnmiklum ákafa. Hann er betri núna en fyrir meiðslin og það mun sjást þegar hann vinnur Akhmedov,“ segir Kavanagh en hvað óttast þjálfarinn í andstæðingnum? „Hann er mjög öflugur standandi og getur rotað menn með einu höggi. Hann slær fast og berst ósvipað öðrum. Hann er ekki alltaf með fulla stjórn á því sem hann gerir sem gerir hann óútreiknalegan. Hann mun fara í gólfið og þó hann sé ágætur þar er Gunni betri. Akhmedov vill ekkert endilega fara í gólfið með Gunna en á endanum hefur hann bara ekkert um það að segja,“ segir Kavanagh og hlær við.Gunnar er vinsæll í London.Vísir/GettyMeistari innan fimm bardaga Kavanagh er einnig fljótur til svars aðspurður hvernig hann haldi að bardaginn endi. „Gunnar hengir hann í fyrstu lotu,“ segir þjálfarinn en hann hefur óbilandi trú á Gunnari sem hann spáir æðstu metorðum innan raða UFC á næstu mánuðum. „Það er enginn vafi í mínum huga að Gunnar Nelson verður heimsmeistari í veltivigt UFC innan fimm bardaga. Núverandi heimsmeistari er hættur og því hefur leiðin opnast aðeins. Af þeim sem eftir eru í veltivigtinni er Gunni bestur. Hann verður heimsmeistari innan tólf mánaða,“ segir John Kavanagh. Um klukkustund var í kvöldæfingu þegar Fréttablaðið ræddi við Kavanagh um miðjan dag í gær en svo var alveg klárt hvað átti að gera um kvöldið. „Gunni er búinn að þrá að fá sér steik alla vikuna. Hann náði þyngdinni í dag þannig hann fær steik. Svo ætlum við á nýju 300-myndina í kvöld. Við förum vanalega í bíó kvöldið fyrir bardaga. Það drepur tímann,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson að lokum. MMA Tengdar fréttir Ólöglegar flíkur í nafni Gunnars Nelson til sölu á netinu Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, hefur haft samband við UFC vegna málsins. 6. mars 2014 16:18 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson og Akhmedov jafnþungir Bardagakapparnir sem keppa á UFC-kvöldinu í London voru vigtaðir í dag og eru Gunnar og andstæðingur hans jafnþungir. 7. mars 2014 15:24 Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00 Gunnar: Trúi því að ég muni vinna eins og alltaf Þegar Georges St-Pierre tók sér frí frá UFC þá varð flokkur Gunnars Nelson, veltivigtin, einn áhugaverðasti flokkurinn í UFC. 5. mars 2014 12:15 Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00 Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Upphitun fyrir UFC bardagana annað kvöld Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins. 7. mars 2014 20:15 Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40 Gunnar mætti Akhmedov og stóð á höndum | Myndir Gunnar Nelson fór á kostum á opinni æfingu fyrir aðdáendur og blaðamenn í sýningarhúsnæði í London. 5. mars 2014 23:30 Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14 Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars? 5. mars 2014 14:30 Gunnar einn af bestu gólfglímumönnum veltivigtar UFC Einn helsti UFC-sérfræðingur heims fer ræðir bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov á laugardaginn. 6. mars 2014 23:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Gunnar Nelson berst í þriðja sinn í UFC í kvöld þegar hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í O2-höllinni í London. Gríðarleg spenna hefur myndast fyrir bardagann hér heima sem og erlendis.Hann hefur verið frá í rúmt ár vegna meiðsla Gunnar var vigtaður í gær og negldi 170 pundin (77,1kg) eins og alltaf en hann hefur aldrei verið í vandræðum með að hitta á rétta þyngd þegar kemur að vigtun. Rússinn var jafnþungur en hann er öflugasti andstæðingur Gunnars til þessa.Gunnar ekki eins og hinir „Það var frábært að komast hingað strax í byrjun vikunnar,“ segir Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, í samtali við Fréttablaðið. Hann hafði leyft sér að halla sér aðeins eftir annasaman dag þegar blaðamaður truflaði fegurðarblundinn. „Við komum á mánudaginn þannig Gunni hefur fengið góðan tíma til að venjast aðstæðum. Við vorum að koma úr vigtuninni sem gekk vel eins og alltaf. Annars höfum við eytt vikunni í smá túrisma í bland við léttar æfingar til að halda þyngdinni niðri,“ segir Kavanagh en á fimmtudaginn var fjölmiðladagur þar sem alþjóðlegur áhugi á Gunnari skein í gegn. „Það er mikið af fjölmiðlum hérna frá öllum heimshornum. Það hafa margir mikinn áhuga á honum enda er hann ekki eins og allir hinir. Margir bardagamenn berja sér á brjóst og eru með smá hávaða í kringum sig. En ekki Gunni. Hann er rólegur og hógvær og það finnst fólki spennandi.“Gunnar Nelson og Omari Akhmedov berjast í kvöld.Vísir/GettyÆfingin speglar bardagann Gunnar var lengi frá vegna hnémeiðsla en hefur æft af fullum krafti í 4-5 mánuði. „Hann er ekkert ryðgaður eða neitt svoleiðis. Hann hefur æft sig mikið standandi og er betri núna en áður að kýla og það mun fólk sjá á laugardaginn,“ segir Kavanagh. Í öðrum íþróttum, t.d. boltagreinum, þurfa menn nokkra leiki til að koma sér í keppnisform eftir meiðsli en þannig er það ekki í blönduðum bardagalistum. „Æfingin speglar bardagann þó hún sé ekki gerð af jafnmiklum ákafa. Hann er betri núna en fyrir meiðslin og það mun sjást þegar hann vinnur Akhmedov,“ segir Kavanagh en hvað óttast þjálfarinn í andstæðingnum? „Hann er mjög öflugur standandi og getur rotað menn með einu höggi. Hann slær fast og berst ósvipað öðrum. Hann er ekki alltaf með fulla stjórn á því sem hann gerir sem gerir hann óútreiknalegan. Hann mun fara í gólfið og þó hann sé ágætur þar er Gunni betri. Akhmedov vill ekkert endilega fara í gólfið með Gunna en á endanum hefur hann bara ekkert um það að segja,“ segir Kavanagh og hlær við.Gunnar er vinsæll í London.Vísir/GettyMeistari innan fimm bardaga Kavanagh er einnig fljótur til svars aðspurður hvernig hann haldi að bardaginn endi. „Gunnar hengir hann í fyrstu lotu,“ segir þjálfarinn en hann hefur óbilandi trú á Gunnari sem hann spáir æðstu metorðum innan raða UFC á næstu mánuðum. „Það er enginn vafi í mínum huga að Gunnar Nelson verður heimsmeistari í veltivigt UFC innan fimm bardaga. Núverandi heimsmeistari er hættur og því hefur leiðin opnast aðeins. Af þeim sem eftir eru í veltivigtinni er Gunni bestur. Hann verður heimsmeistari innan tólf mánaða,“ segir John Kavanagh. Um klukkustund var í kvöldæfingu þegar Fréttablaðið ræddi við Kavanagh um miðjan dag í gær en svo var alveg klárt hvað átti að gera um kvöldið. „Gunni er búinn að þrá að fá sér steik alla vikuna. Hann náði þyngdinni í dag þannig hann fær steik. Svo ætlum við á nýju 300-myndina í kvöld. Við förum vanalega í bíó kvöldið fyrir bardaga. Það drepur tímann,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson að lokum.
MMA Tengdar fréttir Ólöglegar flíkur í nafni Gunnars Nelson til sölu á netinu Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, hefur haft samband við UFC vegna málsins. 6. mars 2014 16:18 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson og Akhmedov jafnþungir Bardagakapparnir sem keppa á UFC-kvöldinu í London voru vigtaðir í dag og eru Gunnar og andstæðingur hans jafnþungir. 7. mars 2014 15:24 Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00 Gunnar: Trúi því að ég muni vinna eins og alltaf Þegar Georges St-Pierre tók sér frí frá UFC þá varð flokkur Gunnars Nelson, veltivigtin, einn áhugaverðasti flokkurinn í UFC. 5. mars 2014 12:15 Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00 Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Upphitun fyrir UFC bardagana annað kvöld Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins. 7. mars 2014 20:15 Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40 Gunnar mætti Akhmedov og stóð á höndum | Myndir Gunnar Nelson fór á kostum á opinni æfingu fyrir aðdáendur og blaðamenn í sýningarhúsnæði í London. 5. mars 2014 23:30 Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14 Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars? 5. mars 2014 14:30 Gunnar einn af bestu gólfglímumönnum veltivigtar UFC Einn helsti UFC-sérfræðingur heims fer ræðir bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov á laugardaginn. 6. mars 2014 23:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Ólöglegar flíkur í nafni Gunnars Nelson til sölu á netinu Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, hefur haft samband við UFC vegna málsins. 6. mars 2014 16:18
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Gunnar Nelson og Akhmedov jafnþungir Bardagakapparnir sem keppa á UFC-kvöldinu í London voru vigtaðir í dag og eru Gunnar og andstæðingur hans jafnþungir. 7. mars 2014 15:24
Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00
Gunnar: Trúi því að ég muni vinna eins og alltaf Þegar Georges St-Pierre tók sér frí frá UFC þá varð flokkur Gunnars Nelson, veltivigtin, einn áhugaverðasti flokkurinn í UFC. 5. mars 2014 12:15
Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00
Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00
Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48
Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00
Upphitun fyrir UFC bardagana annað kvöld Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins. 7. mars 2014 20:15
Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40
Gunnar mætti Akhmedov og stóð á höndum | Myndir Gunnar Nelson fór á kostum á opinni æfingu fyrir aðdáendur og blaðamenn í sýningarhúsnæði í London. 5. mars 2014 23:30
Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14
Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars? 5. mars 2014 14:30
Gunnar einn af bestu gólfglímumönnum veltivigtar UFC Einn helsti UFC-sérfræðingur heims fer ræðir bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov á laugardaginn. 6. mars 2014 23:30