Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2014 07:00 Íbúi í borginni Simferopol á Krímskaga heldur á sovéska fánanum fyrir utan þinghús borgarinnar. Mynd/AP Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða. Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða.
Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira