Ólympíumeistarinn sem missti allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 06:15 Þjóðhetja í heimalandinu. Yuzuru Hanyu sést hér með gullverðlaunin sem hann hlaut í Sotsjí. Mynd/AFP Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti