Ólympíumeistarinn sem missti allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 06:15 Þjóðhetja í heimalandinu. Yuzuru Hanyu sést hér með gullverðlaunin sem hann hlaut í Sotsjí. Mynd/AFP Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira